Ferlið
Hvernig virkar áskrift?
Með áskrift fæst 10% afsláttur af fyrsta pakkanum.
Barnaskrín #1
0-2 mánaða
Á fyrstu mánuðum lífsins er barnið að kynnast nýjum heimi utan móðurkviðs. Þessi pakki er sérstaklega hannaður til að styðja við þroskastig barnsins með leikföngum sem örva sjón, skynjun og hreyfigetu á öruggan og skemmtilegan hátt.
Barnaskrín #2
3-4 mánaða
Pakkinn styður við vaxandi forvitni barnsins með leikföngum sem tekur tillit til þroska og getu. Barnið fær tækifæri til að æfa sig á mismunandi hátt. Þetta er fullkominn pakki fyrir forvitna litla könnuði sem eru að taka sín fyrstu skref í leik og lærdómi.
Barnaskrín #3
5-6 mánaða
Pakkinn styður við aukna hreyfifærni og skynjun barnsins þegar það byrjar að kanna heiminn af meiri sjálfstæði. Leikföngin hjálpa barninu að æfa griphreyfingar, kanna mismunandi áferðir og læra um orsök og afleiðingar með skemmtilegum leikjum.
Barnaskrín #4
7-8 mánaða
Á þessu þroskastigi þróast fínhreyfingar og samhæfing handa og augna hratt. Þau sýna aukinn áhuga á orsakasamhengi og lausnaleit. Leikföng sem styðja við þessa þroskaþætti, svo sem boltaþrautir, staflanlegir kubbar og myndaspjöld, hvetja til aukinnar einbeitingar og samspils skynfæra.
Barnaskrín #5
9-10 mánaða
Pakkinn styður við þróun fínhreyfinga, rýmisskynjunar og lausnaleitar þegar barnið eykur færni sína í að rannsaka og skilja umhverfi sitt. Leikföngin hvetja til nákvæmari handa- og augnsamræmingar, eflir skilning á stærðum, formum og orsakasamhengjum og stuðlar að aukinni einbeitingu í gegnum virkan leik.
Barnaskrín #6
11-12 mánaða
Pakkinn styður við sjálfstæði, lausnaleit og vandvirkni í fínhreyfingum sem er lykilatriði á þessum aldri. Börn á þessu stigi sýna aukinn skilning á orsök og afleiðingu. Leikföngin hvetja til skynrænnar örvunar, samhæfingar handa og augna og fyrstu skrefa í táknrænum leik, sem styrkir bæði vitsmunalegan og félagslegan þroska.
-
Þroskastig barna
Hvert leikfang er sérsniðið að hverju þroskastigi barnsins sem styrkir skyn- og hreyfiþroska barna frá 0-12 mánaða.
-
Öryggi & Sjálfbærni
Leikföng í samræmi við CE, ASTM og EN71 staðla. FSC®-vottun, og handmáluð með ECO vatnsmálningu.
-
Nánd foreldra & barna
Fáðu vandlega valin þroskaleikföng fyrir börn á aldrinum 0-12 mánaða beint heim að dyrum.